Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Internet Explorer nýtur enn einhverra vinsælda. Ótrúlegt en satt. Nordicphotos/Getty Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira