Microsoft í sókn gegn sínum eigin netvafra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Internet Explorer nýtur enn einhverra vinsælda. Ótrúlegt en satt. Nordicphotos/Getty Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann. Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þótt Microsoft hafi hætt þróun vafrans Internet Explorer, sem eitt sinn var langvinsælasti vafri heims, fyrir nærri fjórum árum og kynnt til sögunnar nýja vafrann Edge eru enn einhverjir sem þráast við og nota hinn úrelta vafra. Þar sem vafrinn er ekki lengur uppfærður geta óprúttnir aðilar nýtt sér öryggisgalla sem fundist hafa í gegnum tíðina. Þetta skapar hættu og er Microsoft nú í sókn gegn sínum eigin vafra. Chris Jackson, öryggissérfræðingur hjá fyrirtækinu, birti grein á vefsíðu Microsoft þar sem hann fjallaði um hætturnar sem fylgdu því að nota Internet Explorer að staðaldri. Þar sagði hann að þar sem fjöldi gamalla vefsíðna var hannaður sérstaklega fyrir Internet Explorer geti verið einfaldasta lausnin fyrir marga, til að mynda opinberar stofnanir, að nota vafrann áfram. „Internet Explorer er einfaldlega lausn til þess að fá síður til að virka. Ekki vafri sem fyrirtæki eða fólk ætti að nota frá degi til dags við venjulegt vafur. Vafrinn styður ekki nýja vefstaðla og þótt margar síður virki ágætlega á honum eru vefhönnuðir einfaldlega ekki að prófa hvort þær virki sem skyldi á vafranum,“ skrifaði Jackson. Auk þess að vera óöruggari en aðrir og nýrri vafrar er sum sé engin trygging fyrir því að vefsíður virki fyrir Internet Explorer. Því ættu allir þeir sem nota vafrann að staðaldri að skipta sem allra fyrst. Microsoft-liðar myndu væntanlega kjósa að viðkomandi skiptu yfir í Microsoft Edge, nýja vafrann sem fyrirtækið kynnti til sögunnar fyrir nærri fjórum árum. Sá vafri hefur hins vegar ekki vakið mikla lukku og er með litla markaðshlutdeild. Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári um að unnið væri að því að byggja Edge upp á nýtt. Nú á sama kjarna og Google Chrome, vinsælasti vafri heims, er byggður. Þannig ætlar Microsoft sér að tryggja að nærri allar vefsíður virki á Edge og sömuleiðis að gera eigendum Mac-tölva kleift að nota vafrann.
Birtist í Fréttablaðinu Microsoft Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira