Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 12:30 Rúmensku starfsmennirnir dvelja í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi. Visir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00