Stutt í grimmdina Edda skrifar 31. janúar 2019 06:08 Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk Gísellu í kvikmyndinni Tryggð Fréttablaðið/ernir Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlutverk til þessa. Elma Lísa er Íslendingum vel kunn leikkona, bæði af sviðum leikhúsanna og úr íslenskum kvikmyndum. Í kvikmyndinni Tryggð fer hún með hlutverk Gísellu. Kvikmyndin var mikil áskorun og er Elma nánast í hverri einustu senu og tók stóran þátt í gerð myndarinnar frá upphafi. „Ásthildur leikstýra hringdi í mig fyrir um fjórum árum. Þá var hún nýbúin að fá réttinn á bókinni frá Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við og Ásthildur býður mér hlutverkið, við fáum okkur rauðvínsglas saman og förum að spjalla um þessa sögu, þessa bók. Ég hafði lesið bókina og satt að segja hafði persónan Gísella í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir Elma Lísa og bætir við að langt ferlið hafi bæði verið skemmtilegt og gefandi. „Við mótuðum myndina svolítið saman.“Góðverk snýst upp í andhverfu sína Það má segja að sagan snúist um samskipti og einhvers konar valdabaráttu. „Myndin fjallar um Gísellu, sem stendur á ákveðnum tímamótum. Hún missir vinnuna, er blönk og þarf í rauninni í fyrsta skipti að standa á eigin fótum. Hún er smá forréttindapía sem erfði risastórt hús eftir ömmu sína og hefur ekki mikið þurft að pæla í peningum,“ segir Elma Lísa. „Gísella fær vinnu við að skrifa um húsnæðismál útlendinga og þá kynnist hún þessum tveimur konum, skoðar húsnæðið þeirra og í framhaldinu býður hún þeim að koma og búa í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla stelpu sem Gísella tengist sterkum böndum. Gísella býr ein í þessu risastóra húsi og er frekar einmana.“ Gísellu finnst hún vera að gera góðverk og allt gengur vel til að byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu er Gísella frekar stjórnsöm týpa og svo lengi sem þær gera það sem hún vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo fer að halla undan fæti, því þær eru auðvitað með ólík gildi og ólíkan smekk. Þá fara að koma ákveðnir brestir í þessa sambúð, Gísella fer að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“ Elma Lísa bætir jafnframt við að Gísella verði einhvers konar fangi í eigin húsi og að hún hafi komið sér í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigjanleg né víðsýn og býst hún við því að konurnar tvær geri það sem hún segir. „Maður kynnist auðvitað aldrei neinum betur en þegar maður fer að búa með honum.“ Konurnar sem leika aðalhlutverk á móti Elmu Lísu í myndinni, þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið áður. Þrátt fyrir það segir Elma að tökur á myndinni hafi gengið mjög vel og leikhópurinn hafi æft vel fyrir hverja töku. „Við vorum rosalega dugleg að æfa. Þetta var aðeins öðruvísi að því leyti að við töluðum ensku og svo voru tvær leikkonur myndarinnar alveg óreyndar, en þær stóðu sig ótrúlega vel.“ Umræðan þörf Elma Lísa segir gerð myndarinnar hafa opnað augu sín fyrir fordómum gegn innflytjendum og finnst myndin koma á góðum tíma. „Þessi umræða er ótrúlega þörf og Auður er svolítið á undan sínum tíma með þessari bók.“ Hún vonar að myndin fái fólk til að hugsa og setja sig í spor annarra. „Hvernig myndi okkur líða í öðru landi og þurfa að gera það sem þær þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá einhverjum öðrum og á forsendum þeirra sem eiga húsnæðið.“ En svo má líka rífast um myndina og segir Elma að Ásthildur leikstýra búist við að fólk geri einmitt það. „En lítum okkur nær, skoðum okkur sjálf og stöldrum við. Hættum að dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún er spurð að því hvaða boðskap hún vilji helst að fólk taki frá myndinni. „Það er einhvers konar grimmd í myndinni, líka væntumþykja, en þetta er oft tengt. Það er oft stutt í grimmdina hjá fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00 Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlutverk til þessa. Elma Lísa er Íslendingum vel kunn leikkona, bæði af sviðum leikhúsanna og úr íslenskum kvikmyndum. Í kvikmyndinni Tryggð fer hún með hlutverk Gísellu. Kvikmyndin var mikil áskorun og er Elma nánast í hverri einustu senu og tók stóran þátt í gerð myndarinnar frá upphafi. „Ásthildur leikstýra hringdi í mig fyrir um fjórum árum. Þá var hún nýbúin að fá réttinn á bókinni frá Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við og Ásthildur býður mér hlutverkið, við fáum okkur rauðvínsglas saman og förum að spjalla um þessa sögu, þessa bók. Ég hafði lesið bókina og satt að segja hafði persónan Gísella í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir Elma Lísa og bætir við að langt ferlið hafi bæði verið skemmtilegt og gefandi. „Við mótuðum myndina svolítið saman.“Góðverk snýst upp í andhverfu sína Það má segja að sagan snúist um samskipti og einhvers konar valdabaráttu. „Myndin fjallar um Gísellu, sem stendur á ákveðnum tímamótum. Hún missir vinnuna, er blönk og þarf í rauninni í fyrsta skipti að standa á eigin fótum. Hún er smá forréttindapía sem erfði risastórt hús eftir ömmu sína og hefur ekki mikið þurft að pæla í peningum,“ segir Elma Lísa. „Gísella fær vinnu við að skrifa um húsnæðismál útlendinga og þá kynnist hún þessum tveimur konum, skoðar húsnæðið þeirra og í framhaldinu býður hún þeim að koma og búa í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla stelpu sem Gísella tengist sterkum böndum. Gísella býr ein í þessu risastóra húsi og er frekar einmana.“ Gísellu finnst hún vera að gera góðverk og allt gengur vel til að byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu er Gísella frekar stjórnsöm týpa og svo lengi sem þær gera það sem hún vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo fer að halla undan fæti, því þær eru auðvitað með ólík gildi og ólíkan smekk. Þá fara að koma ákveðnir brestir í þessa sambúð, Gísella fer að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“ Elma Lísa bætir jafnframt við að Gísella verði einhvers konar fangi í eigin húsi og að hún hafi komið sér í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigjanleg né víðsýn og býst hún við því að konurnar tvær geri það sem hún segir. „Maður kynnist auðvitað aldrei neinum betur en þegar maður fer að búa með honum.“ Konurnar sem leika aðalhlutverk á móti Elmu Lísu í myndinni, þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið áður. Þrátt fyrir það segir Elma að tökur á myndinni hafi gengið mjög vel og leikhópurinn hafi æft vel fyrir hverja töku. „Við vorum rosalega dugleg að æfa. Þetta var aðeins öðruvísi að því leyti að við töluðum ensku og svo voru tvær leikkonur myndarinnar alveg óreyndar, en þær stóðu sig ótrúlega vel.“ Umræðan þörf Elma Lísa segir gerð myndarinnar hafa opnað augu sín fyrir fordómum gegn innflytjendum og finnst myndin koma á góðum tíma. „Þessi umræða er ótrúlega þörf og Auður er svolítið á undan sínum tíma með þessari bók.“ Hún vonar að myndin fái fólk til að hugsa og setja sig í spor annarra. „Hvernig myndi okkur líða í öðru landi og þurfa að gera það sem þær þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá einhverjum öðrum og á forsendum þeirra sem eiga húsnæðið.“ En svo má líka rífast um myndina og segir Elma að Ásthildur leikstýra búist við að fólk geri einmitt það. „En lítum okkur nær, skoðum okkur sjálf og stöldrum við. Hættum að dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún er spurð að því hvaða boðskap hún vilji helst að fólk taki frá myndinni. „Það er einhvers konar grimmd í myndinni, líka væntumþykja, en þetta er oft tengt. Það er oft stutt í grimmdina hjá fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00 Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Stuð á hátíðarforsýningu Tryggðar Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. 29. janúar 2019 16:00
Samskipti snúast um völd Hvað gerist þegar þrjár konur með gerólíkan bakgrunn deila heimili? Menningarárekstrar, valdaójafnvægi og mannlegir brestir eru umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar. 29. janúar 2019 08:30
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun