Komin með keppnisrétt á mótaröð hinum megin á hnettinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Warren Little Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira