Þyrlur og hundar hluti af víðtækri öryggisgæslu á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 20:15 Frá Mercedes Benz leikvanginum sem hýsir Super Bowl leikinn í ár. Getty/Kevin C. Cox Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Sjá meira
Það tók tvö ár að setja saman öryggisáætlunina fyrir Super Bowl leikinn í Atlanta sem fer fram um næstu helgi. Öryggismálin ættu því að vera í góðum málum í kringum leikinn sem dregur að sér mikinn fjölda fólks og um leið hættu á óeirðum, mótmælum eða jafnvel hryðjuverkum. Lögreglan í Atlanta fær hjálp frá bæði ríkislögreglunni í Georgíufylki og Alríkislögreglu Bandaríkjanna við að halda í öllu í frið og spekt þessa viðburðaríku helgi í borginni. "Our greatest concerns were traffic and weather." Atlanta Police Chief Erika Sheilds talks about security ahead of Super Bowl LIII WATCH LIVE: https://t.co/6Hvw5uFYO9pic.twitter.com/JooqziHjxa — WSB-TV (@wsbtv) January 30, 2019 Leikur New England Patriots og Los Angeles Rams fer fram á sunnudagskvöldið í beinni á Stöð 2 Sport en það er mikið í gangi í kringum leikinn þangað til. Það er búist við að meira en milljón manns komi til borgarinnar í tengslum við leikinn. „Við erum tilbúin í allt, allt frá því að eiga við fulla og óstýriláta einstaklinga í það að þurfa að glíma við stórslys,“ sagði Carlos Campos, talsmaður lögreglunnar í Atlanta. Lögreglan gerir sér vel grein fyrir því að hryðjuverkasamtök gætu vissulega séð Super Bowl leikinn sem kjörið skotmark. Security tight in Atlanta ahead of Super Bowl https://t.co/UZ8ZfmmuTPpic.twitter.com/Fgfc8Y1s8i — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 31, 2019 Allir lögreglumenn borgarinnar eru á tólf tíma vöktum fram yfir leik. Lögreglumennirnir verða á hestum, í bílum, á mótorhjólum, á tveimur jafnfljótum með hunda og meira að segja í þyrlum fljúgandi fyrir ofan svæðið. Það er engu til sparað. Ellefu kílómetra grindverk hefur verið sett upp í kringum Mercedes Benz leikvanginn og engir nema fótgangandi aðilar með miða á leikinn komast inn fyrir það. Allir gestir leiksins þurfa líka að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun og mega aðeins fara inn á völlinn með gegnsæja poka. .@NNSANews is a team player when it comes to security and emergency preparedness at major public events like the #SuperBowl. Learn how they're helping out at #SBLIII. https://t.co/9vY4hKMWiJpic.twitter.com/WVuK8FbXcU — Energy Department (@ENERGY) January 30, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Sjá meira