Innlent

Nú má heita Oktavías, George og Amon en ekki Carlsberg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kannski mun þessi heita Amon. Þó ekki Carlsberg.
Kannski mun þessi heita Amon. Þó ekki Carlsberg. Vísir/Getty
Karlmannsnöfnin George, Oktavías og Amon eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða þau færð á mannanafnaskrá. Millinöfnin Carlsberg og Lauritz hlutu ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Nöfnin Oktavías og Amon taka íslenskri beygingu í eignafalli og töldust þau bæði uppfylla að öðru leyti ákvæði um mannanöfn. Öðru máli gegnir þó um nafnið George sem tekur ekki íslenska eignarfallsendingu. Nafnið uppfyllti þó engu að síður vinnulagsreglur nefndarinnar þar sem nafnið hefur unnið sér hefð í íslensku.

Alls bera þrettán karlar nafnið, sá elsti fæddur 1977, en ungt tökunafn telst meðal annars hafa unnið sér hefð í íslensku sé það borið af tíu til fjórtán Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti þrjátíu ára aldri.

EiginnafniðFranklinslapp í gegnum nálarauga nefndarinnar af sömu ástæðu en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera þrír karlar nafnið, sá elsti fæddur 1944, auk þess sem að nafnið kemur fyrir í þremur manntölum frá 1703-1920.

MillinöfnunumCarlsbergogLauritzvar þó hafnað af nefndinni. Lauritz er þegar á skrá sem eiginnafn og hafði aðeins unnið sér hefð sem slíkt, því er nafnið ekki heimilt sem millinafn.

Millinafnið Carlsberg telst ekki dregið af íslenskum orðstofni og var því hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×