Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 17:41 Drepa þyrftu allt að 16.000 langreyðar til að ná fram aukningu á aflaverðmætum sem Hagfræðistofnun telur hægt að ná með hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32