Tvær framlengingar í Dominos-deild kvenna: Baráttan um úrslitakeppni harðnar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 21:17 Danielle var frábær í spennutrylli í kvöld. vísir/getty Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira