Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:57 Knox ásamt móður sinni þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna árið 2015. AP/Ted S. Warren Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32