Ekki fengust upplýsingar um það hvernig óhappið bar að eða hversu margir áttu hlut að máli. Sjúkrabíll var sendur á vettvang og þá var lögregla einnig kölluð til.
Uppfært klukkan 14:58:
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var enginn fluttur á slysadeild. Þá hafi allt farið eins vel og hægt var. Verið er að vinna að því að rétta snjómokstursvélina við og koma henni í burtu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
