Nýr Panenka-kóngur í knattspyrnuheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:30 Sergio Ramos með enn eitt Panenka vítið. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka Spænski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka
Spænski boltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira