Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:26 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, mætti á sinn fyrsta þingfund frá því að Klaustursmálið kom upp í gær. Vísir/Vilhelm Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13