Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 19:21 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing í gær. Vísir/Vilhelm Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30