Matvælalandið „Ýmis lönd“ Margrét Gísladóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
„Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun