Bundy þessi nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978 en hann hélt fram sakleysi sínu í áratug áður en hann játaði að lokum að hafa framið 30 morð. Fjöldi fórnarlamba hans er því enn sagður á huldu og talið að hann geti jafnvel verið hærri.
Á meðan glæpir hans voru ekki á almanna vitorði var hann almennt talinn þokkafullur og vel greindur einstaklingur sem var talinn myndarlegur og vel máli farinn. Sjálfur sagði hann á seinni stigum lífs síns að hann versti andskoti sem nokkur gæti hitt en einn af verjendum hans lýsti honum sem skilgreiningunni á hreinræktaðri illsku.
Myndin sem Zac Efron leikur í nefnist Extremely Wicked, Shockingly Evil, And Vile en hún er sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy, Elizabeth Kloepfer, sem Lily Collins leikur. Árum saman neitaði hún að trúa sannleikanum um kærasta sinn, að hann væri einn versti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna.

Gagnrýnandi Slash Film hefur svipaða sögu af segja af myndinni en setur þó út á handrit myndarinnar. Kvartar hann undan því að myndin sé kynnt sem saga sem sé sögð út frá sjónarhorni kærustu Bundy en henni sé hreinlega ekki sýnd nógu mikil athygli. Gagnrýnandinn segir að þar hefði hjarta myndarinnar átt að vera, hjá Elizabeth Kloepfer, en of mikil athygli fari þess í stað í Bundy.
Gagnrýnandi Mashable fer afar hörðum orðum um þessa mynd og segir hana falla í þá gryfju, eins og svo margir, að sveipa þennan raðmorðingja töfraljóma enn eina ferðina.
„Ef þú ert að leita að mynd þar sem Ted Bundy er sérstaklega kynþokkafullur, þá er þetta þessi fyrir þig. Ef þú ert að leita að einhverju meiru, þá getur þú sleppt þessari misheppnuðu tilraun.“
Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í liðinni viku.
Leikstjóri myndarinnar er er Joe Berlinger en nýverði kom frá honum heimildaþáttaröð um Ted Bundy sem sýnd er á Netflix.