Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu Björk Eiðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flosi Jón segir það sanngirnismál að fólk ráði á hvaða tungumáli það syngi í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fréttablaðið/ernir FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30
Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28