Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik í undankeppninni 22. mars næstkomandi eða eftir 52 daga. Strákarnir okkar sækja þá Andorra heim og spila síðan við Frakka í París þremur dögum síðar.
Í riðli Íslands eru einnig Albanía, Moldóva og Tyrkland en undankeppnin fer fram frá mars fram í nóvember 2019. Lokaleikur íslenska liðsins er í Moldóvu 17. nóvember á þessu ári.
It's officially 500 days to go until #EURO2020 kicks off!
Based on current squads, who do you think will lift the Henri Delaunay trophy at Wembley pic.twitter.com/aV5W8L3M7Q
— UEFA EURO 2020 (@UEFAEURO) January 29, 2019
Úrslitakeppni Evrópumótsins hefst síðan með setningarleik á Ólympíuleikvanginum í Róm 12. júní 2020. Evrópumótið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þetta verður mjög sérstök Evrópukeppni því hún verður spiluð í tólf löndum út um alla Evrópu en úrslitaleikirnir, undanúrslitin og úrslitin, fara síðan fram á Wembley í London í júlí 2020.
Keppnisborgirnar eru hér fyrir neðan.
Which #EURO2020 host will you be visiting?
Amsterdam
Baku
Bilbao
Bucharest
Budapest
Copenhagen
Dublin
Glasgow
London
Munich
Rome
Saint Petersburg
— UEFA EURO 2020 (@UEFAEURO) January 14, 2019
Íslenska knattspyrnulandsliðið komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta Evrópumóti sem var í Frakklandi sumarið 2016. Liðið sló þá England út úr sextán liða úrslitunum en tapaði síðan 5-2 fyrir Frakklandi í átta liða úrslitunum.
#EURO2020 J-5br>Votre top 3 des favoris pour succéder au Portugal?
1.
2.
3. pic.twitter.com/fxDtJRJZOV
— EURO 2020 (@EURO2020) January 29, 2019