Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 12:30 Stuðninsmaður áframhaldandi aðildar Breta að ESB við þinghúsið í Westminster í gær. Á meðal breytingartillagna sem eru á dagskránni er tillaga frá Jeremy Corbyn o.fl. um að samið verði að nýju við ESB og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Vísir/EPA Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent