Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 13:45 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/NIGEL RODDIS Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans. Bretland Brexit Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans.
Bretland Brexit Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira