Iðnaðarmenn skoða að semja til styttri tíma í einu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2019 13:29 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna. Kjaramál Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður iðnaðarmannafélaganna innan ASÍ, segir sambandið sjá sóknarfæri í að semja til styttri tíma í einu. Viðræður vegna kjarasamninga þeirra gangi vel og horft er til kröfu um að tekið sé hart á brotum á vinnumarkaði. Kristján segir að verið sé að skoða ýmsar leiðir varðandi samninga iðnaðarmanna. „Við sjáum svona ákveðin sóknarfæri í því að samningstími verði ekki alltof langur. Það sem við erum að vinna svolítið út frá því að skoða möguleikann á að vera með skemmri samning, hvort sem það er þá til árs eða eins og hálfs árs eða eitthvað slíkt,“ segir hann. VR og Efling hafa talað fyrir því að hækka eigi laun upp launastigann í krónutölum en ekki prósentum eins og tíðkast hér á landi. Iðnaðarmenn hafa hingað til horft til prósentuhækkunar en segja launaliðinn og kröfur þar enn í mótun. „Varðandi markmið kjaraviðræðna hjá okkur þá erum við með það helst að ná fram auknum kaupmætti launa og ýta undir það að viðhalda því að kaupmáttur launa haldist á næstu árum. Þá á ég við að halda í þennan ávinning sem hefur náðst.“ Ekki hefur borið til tíðinda við samningaborðið hjá Starfsgreinasambandinu, en þessa vikuna hefur einnig verið fundað stíft í stærri og minni hópum með samtökum atvinnulífsins. Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa vísað kröfum sínum til Ríkissáttasemjara og verður næsti fundur já þeim næstkomandi miðvikudag. Verkalýðsfélag Grindavíkur sagði sig frá samninganefnd SGS fyrr í vikunni og mun slást í hópinn á næstu dögum. Framsýn á Húsavík gefur Starfsgreinasambandinu út þessa viku til að þoka samningum áfram, annars mun félagið stökkvar á vagninn með þessum fjórum fyrrgreindu félögum. „Megin markmiðið í samningum hjá okkur er að færa taxtana nær greiddu kaupi, eða semsagt hækka gólfið hjá okkur og stuðla að auknum kaupmætti launa,“ segir Kristján þórður, formaður um kröfur iðnaðarmanna.
Kjaramál Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira