Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2019 00:01 Einar Kárason á að baki 40 ára farsælan rithöfundarferil en fær ekki krónu í listamannalaun. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira