Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar mikael@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2019 08:15 Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FBL/GVA Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12