„Siðlausar“ njósnir Bielsa báru árangur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 11:00 Argentínumaðurinn játaði að hafa stundað njósnir í áraraðir vísir/getty Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“ Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira