Innlent

Erlend sjávarútvegsfyrirtæki kæla fisk eins og Íslendingar

Sighvatur Jónsson skrifar
Íslensk kælikerfi fyrir fiskiskip eru seld víða um heim, til dæmis til sjávarútvegsfyrirtækja í Noregi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Af þremur stærstu framleiðendum slíkra kælikerfa í heimi eru tveir íslenskir, fyrirtækin Kapp og Kæling.

Forsvarsmenn beggja fyrirtækja eru sammála um að vakning hafi orðið hjá erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum varðandi meðferð afla.

Sjötugur rennismiður í fullu fjöri

Aðalsteinn Aðalsteinsson rennismíðameistari hjá Kapp hefur komið að framleiðslu ískrapavéla í rúm 20 ár. Fyrirtækið hefur framleitt yfir 350 slík kælikerfi á heimsvísu undanfarin 15 ár.

Aðalsteinn er sjötugur og stefnir að því að koma áfram að framleiðslunni í nokkur ár til viðbótar. Þegar fréttastofu bar að garði var hann að vinna við strokk númer 1.000 en strokkurinn, eða generatorinn, er hjartað í ískrapvélum.

Aðalsteinn segir lausnina felast í því að gera rör í vélinni svo slétt að innan að engin ísing geti náð festu þar við framleiðslu ískrapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×