Stunduðu líkamsrækt í 40 stiga hita í neyðarrými Vaðlaheiðarganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2019 19:00 Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00
Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34