Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Sylvía Hall skrifar 13. janúar 2019 12:30 Halldór Gunnarsson. Vísir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrum þingmanns flokksins, í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is. Gagnrýnin sem um ræðir birtist í aðsendri grein Karls Gauta í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakaði formanninn, Ingu Sæland, um óeðlilega fjármálastjórn. Hún hafi verið prókúruhafi, gjaldkeri og formaður allt í senn.Sjá einnig: Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ skrifaði Karl Gauti og átti þar við son Ingu sem var ráðinn til starfa á skrifstofu flokksins.Ummæli Karls Gauta á Klaustri komu eftir átakafund Í yfirlýsingu Halldórs segir hann ummæli Karls Gauta á Klausturbarnum hafa fallið eftir fund með formönnum og þingflokksformönnum þar sem Inga hafi farið að gráta til að „ná fram sínu máli“. „Þegar þessi ummæli voru sögð hafði formaðurinn rétt áður farið að gráta á fundi með formönnum og þingflokksformönnum til að reyna að ná fram sínu máli, sem dugði ekki og var því tilefni þess, sem Karl Gauti sagði,“ skrifar Halldór. Hann segist jafnframt hafa reynt að sætta ólík sjónarmið í stjórnun flokksins sem Karl Gauti hafði lengi viljað bæta. Halldór lagði til að Karl Gauti myndi senda Ingu stuðningsyfirlýsingu sem hann hafi gert þrátt fyrir að þykja það erfitt. „Í framhaldi bað ég Ingu um að fyrirgefa Karli Gauta þessi orð, sem hún gerði fram að hádegi næsta dag, en skipti svo um skoðun og boðaði svo til stjórnarfundar daginn eftir með ólöglegum fyrirvara.“Segir brottrekstur Karls Gauta og Ólafs ekki eiga rétt á sér Í kjölfar fundarins á Klausturbarnum voru þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr Flokki fólksins og sitja nú sem óháðir þingmenn á Alþingi. Halldór segir það vera rangt að fundurinn hafi verið til þess að undirbúa brotthvarf þeirra úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn. Þá hafi brottreksturinn tilefnislaus. „Ekkert af því sem þeir sögðu á umræddum stað gat gefið tilefni til brottreksturs. Það er rangt að þeir hafi boðað til þessara umræðna eða verið að undirbúa brotthvarf frá Flokki fólksins. Brottreksturinn á sér enga hliðstæðu í lýðræðisríki,“ skrifar Halldór að lokum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins „Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga Sæland. 20. desember 2018 23:30