Erfitt að komast ekki í sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 20:45 Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur Jól Suðurskautslandið Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira