Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist og kjósa reglulega um framvinduna með fjarstýringum.
Aldrei áður hér á landi hefur leikrit verið sett upp þar sem áhorfendur ráða jafn miklu um framvindu sögunnar eins og í þessu verki. Það sem áhorfendur þurfa að ákveða spannar allt frá því hver er aðalsögupersóna leikritsins og til þess hverju viðkomandi klæðist.
Bækurnar hafa fengið góðar viðtökur á meðal yngri lesenda og nú geta áhorfendur ráðir förinni í leikhúsinu. Forsala á verkið lýkur á mánudaginn.

Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið vinsælda meðal yngri lesenda.
Leikarar í sýningunni eru: Baldur Trausti Hreinsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson og Sólveig Arnarsdóttir.
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson