Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2019 19:00 Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan. Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14