Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2019 19:00 Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan. Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum