Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2019 19:00 Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan. Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14