Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. janúar 2019 06:15 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir lagabreytingum vegna málsins 9. október. Þær voru samþykktar samdægurs. Fréttablaðið/Pjetur Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira