Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 83-91 | Stjarnan vann toppliðið í framlengingu Gabríel Sighvatsson skrifar 16. janúar 2019 21:45 Stjörnukonur fögnuðu sterkum sigri vísir/daníel KR og Stjarnan áttust við í 16. Umferð Dominos-deildar kvenna í DHL-höllinni í kvöld. KR leitaðist við að halda smá forskoti á toppi deildarinnar á meðan Stjarnan er í harðri umspilsbaráttu. Leikurinn var hnífjafn alveg frá upphafi til enda en mikið að spila um fyrir bæði lið. Í fyrri hálfleik var mikið skorað og virtist þetta ætla að verða erfiður leikur fyrir varnir liðanna. Stjarnan tók yfirhöndina snemma leiks og sleppti forskotinu ekki auðveldlega frá sér. Í hálfleik var Stjarnan yfir 46-41 og þær voru duglegar að halda KR í ágætri fjarlægð frá sér í stigasöfnun. Það var í 3. leikhluta sem hlutir fóru að gerast. KR-ingar komu sterkir inn og virtist leikurinn vera að snúast þeim í hag þegar Stjarnan henti allt í einu í mjög góðan kafla og komst 10 stigum yfir rétt áður en leikhlutinn kláraðist. Stjarnan náði ekki að halda í það forskot og glutraði því niður í 4. leikhluta. KR náði að jafna leikinn á síðustu stundu í 80-80 og knúði fram framlengingu. Í framlengingu náði KR ekki að stöðva Stjörnuna og náðu ekki að halda í við þær. Stjarnan vann því að lokum 91-83.vísir/daníelAf hverju vann Stjarnan? Gestirnir frá Garðabæ hafa haft gott tak á KR á þessu tímabili og góður leikur hjá þeim í kvöld bjó til þriðja sigur þeirra gegn þeim. Góður 3. leikhluti hjá þeim gaf tóninn en aftur á móti þurfti að grípa til framlengingar eftir slakan 4. leikhluta. Í framlengingunni gerði Stjarnan nóg og kláraði leikinn.Hvað gekk illa? Varnirnar voru ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en það var annað að horfa upp á hana í seinni hálfleik. Þá áttu sóknirnar í erfiðleikum með að finna lausnir. Stjarnan virtist vera að klára þetta í 3. leikhluta en svo leyfðu þær KR að komast aftur inn í leikinn sem var illa gert. Þær sluppu þó með skrekkinn í þetta sinn.Hverjir stóðu upp úr? Kiana Johnson var stigahæst hjá KR með 27 stig. KR-ingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez sem skoraði einnig 27 stig var með 13 stoðsendingar og fullt af fráköstum. Bríet Sif Hinriksdóttir og Veronika Dzhikova skoruðu 19 stig hvor.Hvað gerist næst? Stjarnan fer upp að hlið Vals í 4. sæti deildarinnar og það er stutt í toppbaráttuna hjá þeim. KR heldur enn toppsætinu vegna innbyrðis viðureigna við Keflavík en núna eru liðin jöfn að stigum. Stjarnan hefur örfáa daga til að búa sig undir bikarleik gegn Skallgrím í 8-liða úrslitum en næsti leikur í deild er gegn Snæfelli. KR er hinsvegar úr leik í bikarnum og fær því vikuhvíld fyrir næsta leik gegn Val.vísir/daníelPétur: Snýst um að skora fleiri stig Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar var hæstánægður með 2 stig en sigurinn var heldur betur torsóttur. „Ég er mjög ánægður, maður er alltaf ánægður að vinna leikina, það er alltaf markmiðið. Við gerðum svolítið mikið af mistökum í lok venjulegs leiktíma, gáfum þeim séns á að komast aftur inn í þetta en frábært að ná aftur forystu og bregðast svona vel við.“ „Þær voru að riðla svolítið leiknum hjá okkur, voru í ákveðinni svæðisvörnum og maður á mann til skiptis og við fengum svarið við því svolítið í restina og það skóp svolítið leikinn held ég.“ Stjarnan barðist vel í leiknum og þurfti framlengingu til að klára dæmið. „Við tókum fullt af fráköstum, það gerði herslumuninn, þetta snýst um að skora fleiri stig og berjast í vörninni, við gerðum það í framlengingunni.“ Það er mikið álag á Stjörnunni þessa dagana og liðið á tvo leiki á næstu 7 dögum, leik í bikar og svo í deild. „Ég er að vinna í frábærum klúbbi og ég er með frábæra styrktarþjálfara og mjög góðan sjúkraþjálfara. Þetta fólk er að vinna sína vinnu mjög vel og stelpurnar þurfa að ná að „recover-a“ fyrir sunnudaginn og við gerum eins vel og við getum í því, svo þær verði ferskar klukkan 2 á sunnudaginn.“ vísir/daníelBenedikt: Engin skömm að tapa fyrir Stjörnunni Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var svekktur með hvernig fór í framlengingunni. „Þær áttu bara framlenginguna. Bæði lið voru að fá opin skot í framlengingunni, þær kláruðu sín á meðan við kláruðum ekki neitt. Annars var þetta jafnt í venjulegum leiktíma eins og tölurnar gefa til kynna.“ KR-liðið var að elta stóran hluta af leiknum og þær þurftu heldur betur að taka á því í 4. leikhluta til að knýja fram framlengingu, 10 mörkum undir. Tók það ekki á? „Það gerir það vissulega og hugsanlega tókum við of mikið á, ég veit það ekki. Við vorum að tapa á móti góðu liði sem er búið að vera að bæta við mannskap, fyrrum landsliðsmaður kominn aftur og svona. Það er engin skömm að tapa fyrir Stjörnunni, eins og Stjarnan er skipuð.“ Benedikt breytti aðeins til í 4. leikhluta sem skilaði liðinu allavega í framlengingu. „Við hentum í einhverja svæðis-maður-á-mann blöndu í vörn og tókum sénsinn og það skilaði sér allavega í framlengingu en það var ekki nóg. Við vorum að klikka úr vítum í restina og skotin okkar litu ekki vel út í framlengingunni og því fór sem fór.“ KR-ingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez frekar en fyrri daginn en hún var stigahæst með 27 stig og fullt af fráköstum og stoðsendingum. „Okkur gengur ekkert að eiga við Dani, við erum búin að prófa held ég allt sem hægt er að prófa og þegar við teljum okkur vera búin að stoppa hana, þá fáum við á okkur villu þannig að ég held það sé ekkert sem við eigum eftir að prófa. Hún er bæði erfið og svo nýtur hún mikillar virðingar í deildinni.“ Dominos-deild kvenna
KR og Stjarnan áttust við í 16. Umferð Dominos-deildar kvenna í DHL-höllinni í kvöld. KR leitaðist við að halda smá forskoti á toppi deildarinnar á meðan Stjarnan er í harðri umspilsbaráttu. Leikurinn var hnífjafn alveg frá upphafi til enda en mikið að spila um fyrir bæði lið. Í fyrri hálfleik var mikið skorað og virtist þetta ætla að verða erfiður leikur fyrir varnir liðanna. Stjarnan tók yfirhöndina snemma leiks og sleppti forskotinu ekki auðveldlega frá sér. Í hálfleik var Stjarnan yfir 46-41 og þær voru duglegar að halda KR í ágætri fjarlægð frá sér í stigasöfnun. Það var í 3. leikhluta sem hlutir fóru að gerast. KR-ingar komu sterkir inn og virtist leikurinn vera að snúast þeim í hag þegar Stjarnan henti allt í einu í mjög góðan kafla og komst 10 stigum yfir rétt áður en leikhlutinn kláraðist. Stjarnan náði ekki að halda í það forskot og glutraði því niður í 4. leikhluta. KR náði að jafna leikinn á síðustu stundu í 80-80 og knúði fram framlengingu. Í framlengingu náði KR ekki að stöðva Stjörnuna og náðu ekki að halda í við þær. Stjarnan vann því að lokum 91-83.vísir/daníelAf hverju vann Stjarnan? Gestirnir frá Garðabæ hafa haft gott tak á KR á þessu tímabili og góður leikur hjá þeim í kvöld bjó til þriðja sigur þeirra gegn þeim. Góður 3. leikhluti hjá þeim gaf tóninn en aftur á móti þurfti að grípa til framlengingar eftir slakan 4. leikhluta. Í framlengingunni gerði Stjarnan nóg og kláraði leikinn.Hvað gekk illa? Varnirnar voru ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en það var annað að horfa upp á hana í seinni hálfleik. Þá áttu sóknirnar í erfiðleikum með að finna lausnir. Stjarnan virtist vera að klára þetta í 3. leikhluta en svo leyfðu þær KR að komast aftur inn í leikinn sem var illa gert. Þær sluppu þó með skrekkinn í þetta sinn.Hverjir stóðu upp úr? Kiana Johnson var stigahæst hjá KR með 27 stig. KR-ingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez sem skoraði einnig 27 stig var með 13 stoðsendingar og fullt af fráköstum. Bríet Sif Hinriksdóttir og Veronika Dzhikova skoruðu 19 stig hvor.Hvað gerist næst? Stjarnan fer upp að hlið Vals í 4. sæti deildarinnar og það er stutt í toppbaráttuna hjá þeim. KR heldur enn toppsætinu vegna innbyrðis viðureigna við Keflavík en núna eru liðin jöfn að stigum. Stjarnan hefur örfáa daga til að búa sig undir bikarleik gegn Skallgrím í 8-liða úrslitum en næsti leikur í deild er gegn Snæfelli. KR er hinsvegar úr leik í bikarnum og fær því vikuhvíld fyrir næsta leik gegn Val.vísir/daníelPétur: Snýst um að skora fleiri stig Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar var hæstánægður með 2 stig en sigurinn var heldur betur torsóttur. „Ég er mjög ánægður, maður er alltaf ánægður að vinna leikina, það er alltaf markmiðið. Við gerðum svolítið mikið af mistökum í lok venjulegs leiktíma, gáfum þeim séns á að komast aftur inn í þetta en frábært að ná aftur forystu og bregðast svona vel við.“ „Þær voru að riðla svolítið leiknum hjá okkur, voru í ákveðinni svæðisvörnum og maður á mann til skiptis og við fengum svarið við því svolítið í restina og það skóp svolítið leikinn held ég.“ Stjarnan barðist vel í leiknum og þurfti framlengingu til að klára dæmið. „Við tókum fullt af fráköstum, það gerði herslumuninn, þetta snýst um að skora fleiri stig og berjast í vörninni, við gerðum það í framlengingunni.“ Það er mikið álag á Stjörnunni þessa dagana og liðið á tvo leiki á næstu 7 dögum, leik í bikar og svo í deild. „Ég er að vinna í frábærum klúbbi og ég er með frábæra styrktarþjálfara og mjög góðan sjúkraþjálfara. Þetta fólk er að vinna sína vinnu mjög vel og stelpurnar þurfa að ná að „recover-a“ fyrir sunnudaginn og við gerum eins vel og við getum í því, svo þær verði ferskar klukkan 2 á sunnudaginn.“ vísir/daníelBenedikt: Engin skömm að tapa fyrir Stjörnunni Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var svekktur með hvernig fór í framlengingunni. „Þær áttu bara framlenginguna. Bæði lið voru að fá opin skot í framlengingunni, þær kláruðu sín á meðan við kláruðum ekki neitt. Annars var þetta jafnt í venjulegum leiktíma eins og tölurnar gefa til kynna.“ KR-liðið var að elta stóran hluta af leiknum og þær þurftu heldur betur að taka á því í 4. leikhluta til að knýja fram framlengingu, 10 mörkum undir. Tók það ekki á? „Það gerir það vissulega og hugsanlega tókum við of mikið á, ég veit það ekki. Við vorum að tapa á móti góðu liði sem er búið að vera að bæta við mannskap, fyrrum landsliðsmaður kominn aftur og svona. Það er engin skömm að tapa fyrir Stjörnunni, eins og Stjarnan er skipuð.“ Benedikt breytti aðeins til í 4. leikhluta sem skilaði liðinu allavega í framlengingu. „Við hentum í einhverja svæðis-maður-á-mann blöndu í vörn og tókum sénsinn og það skilaði sér allavega í framlengingu en það var ekki nóg. Við vorum að klikka úr vítum í restina og skotin okkar litu ekki vel út í framlengingunni og því fór sem fór.“ KR-ingar réðu ekkert við Danielle Rodriguez frekar en fyrri daginn en hún var stigahæst með 27 stig og fullt af fráköstum og stoðsendingum. „Okkur gengur ekkert að eiga við Dani, við erum búin að prófa held ég allt sem hægt er að prófa og þegar við teljum okkur vera búin að stoppa hana, þá fáum við á okkur villu þannig að ég held það sé ekkert sem við eigum eftir að prófa. Hún er bæði erfið og svo nýtur hún mikillar virðingar í deildinni.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“