Sunneva Ása með fyrstu einkasýninguna í Port Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2019 17:30 Sunneva Ása útskrifaðist árið 2013 úr LHÍ. Mynd/ Sarah Maria Yasdani Listamaðurinn Sunneva Ása Weisshappel opnar á morgun sýninguna Umbreyting í Gallery Port við Laugaveg 23. Sýningin opnar klukkan 16:00 en Sunneva útskrifaðist af myndlistarbraut við Listaháskóla Íslands árið 2013. Í kjölfarið stofnaði hún Algera Studio. Hún rak stúdíóið í þrjú ár og hélt þar fjölda viðburða og sýninga ásamt meðlimum Algera. Sýningin Umbreyting er fyrsta einkasýning Sunnevu eftir útskrift. Í myndlist Sunnevu er sjálfinu gjarnan stillt upp sem rannsóknarvettvangi til að skoða og spegla samtímann. Sunneva Ása hefur sýnt myndlist sína víða, hér heima og erlendis, og unnið í residensíum. Myndlistin er fremsta víglínan í rannsóknarvinnu Sunnevu, þaðan sem hún sækir efnivið í aðra miðla. Þá hefur Sunneva Ása leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið tilnefningar til verðlauna, bæði hérlendis og erlendis. Frumraun Sunnevu Ásu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Hún hefur í framhaldi unnið aðallega erlendis við búningahönnun en jafnframt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk, óperu og ballet. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamaðurinn Sunneva Ása Weisshappel opnar á morgun sýninguna Umbreyting í Gallery Port við Laugaveg 23. Sýningin opnar klukkan 16:00 en Sunneva útskrifaðist af myndlistarbraut við Listaháskóla Íslands árið 2013. Í kjölfarið stofnaði hún Algera Studio. Hún rak stúdíóið í þrjú ár og hélt þar fjölda viðburða og sýninga ásamt meðlimum Algera. Sýningin Umbreyting er fyrsta einkasýning Sunnevu eftir útskrift. Í myndlist Sunnevu er sjálfinu gjarnan stillt upp sem rannsóknarvettvangi til að skoða og spegla samtímann. Sunneva Ása hefur sýnt myndlist sína víða, hér heima og erlendis, og unnið í residensíum. Myndlistin er fremsta víglínan í rannsóknarvinnu Sunnevu, þaðan sem hún sækir efnivið í aðra miðla. Þá hefur Sunneva Ása leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið tilnefningar til verðlauna, bæði hérlendis og erlendis. Frumraun Sunnevu Ásu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Hún hefur í framhaldi unnið aðallega erlendis við búningahönnun en jafnframt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk, óperu og ballet.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira