Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands: „Illa rökstudd áróðursskýrsla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 22:54 Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands er verulega gagnrýnin á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta. Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04