Hafi myndast ákveðið óþol hjá þeim sem segja: „Má ekkert lengur?“ Andri Eysteinsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 19. janúar 2019 16:22 Andrés Jónsson almannatengill segir að umdeild auglýsing frá rakvélaframleiðandanum Gillette sé mögulega til marks um að meirihluti sé hlynntur jafnréttisbaráttunni. Andrés er í það minnsta sannfærður um að fyrirtækið Gillette sé þeirrar skoðunar því það sé þekkt innan almannnatengslabransans að fyrirtæki vilji halda sig fyrir utan umdeild málefni hverju sinni. Andrés telur að jafnréttisbylting á borð við #MeToo hafi átt sinn þátt í að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. „Kannski eru fyrirtækin farin að sjá þetta. Þau sjá að það eru kannski 60% sem eru komni á þá skoðun og 40% ekki alveg búin að meðtaka þetta, eða hafa sínar efasemdir,“ segir Andrés sem var spurður álits í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í gær.Skilaboð um eitraða karlmennsku Rakvélaframleiðandinn Gillette birti auglýsingu á sunnudag þar sem eindregin afstaða er tekin með #MeToo byltingunni og karlmenn beðnir um að líta í eigin barm, láta af áreitni og ofbeldi og hvattir til að stöðva kynbræður sína þegar þeir hafa í frammi slíka hegðun. Auglýsingin er með um 17 milljón áhorf á YouTube og 550 þúsund manns hafa látið í ljós ánægju með hana. Ekki eru þó allir sáttir með efnistök auglýsingarinnar því tæp milljón manns hefur lýst yfir óánægju sinni. Einnig hefur borið á því að hvatt sé til þess að sniðganga vörur Gillette. Viðbrögðin sem Gillette hefur fengið svipar til viðbragða sem herferð Nike með NFL leikmanninn Colin Kaepernick í fararbroddi fékk á síðasta ári.Svipar til viðbragða við Kaepernick auglýsingum Nike Ljóst er að auglýsingin hefur stuðað einhvern hluta viðskiptavina Gillette. Er þetta sniðugt hjá Gillette viðskiptalega, eru þeir að taka séns? „Þeir eru að gera þetta meðvitað og telja sig ekki vera að taka of mikinn séns. Við sáum þegar Nike valdi að fara í stóra herferð með Colin Kaepernick í fararbroddi, þá var það umdeilt. Það skilaði þeim góðum árangri, minni hópur hætti að kaupa strigaskó frá Nike en vegna umræðunnar varð Nike vörumerkið stærra enda er meirihluti fólks sammála skilaboðunum og salan hefur aukist,“ segir Andrés. Andrés segir að erfitt sé að fullyrða að sama verði uppi á teningnum hjá Gillette. Boðskapur auglýsingarinnar eigi þó vel við fyrirtækið sem alltaf hefur talað um hvað það þýði að vera karlmaður. Erfiðara sé þegar fyrirtæki blanda sér inn í mál sem tengjast fyrirtækinu ekki. Sem dæmi nefnir Andrés auglýsingaherferð Pepsi. Þar ætlaði Pepsi að koma sér inn í umræðuna um óréttlæti í heiminum en sú herferð misheppnaðist algjörlega. „Þetta rímar svo vel við slagorð Gillette til margra ára, „það besta sem menn geta fengið“ (e.The best a man can get). Þeir tala um hvað er að vera karlmaður. Nú endurhugsa þeir hvað það er að vera karlmaður og taka þátt í því og mér finnst það passa mjög vel við þeirra vörumerki“, sagði Andrés Jónsson almannatengill í Reykjavík Síðdegis á föstudaginn. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir að umdeild auglýsing frá rakvélaframleiðandanum Gillette sé mögulega til marks um að meirihluti sé hlynntur jafnréttisbaráttunni. Andrés er í það minnsta sannfærður um að fyrirtækið Gillette sé þeirrar skoðunar því það sé þekkt innan almannnatengslabransans að fyrirtæki vilji halda sig fyrir utan umdeild málefni hverju sinni. Andrés telur að jafnréttisbylting á borð við #MeToo hafi átt sinn þátt í að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. „Kannski eru fyrirtækin farin að sjá þetta. Þau sjá að það eru kannski 60% sem eru komni á þá skoðun og 40% ekki alveg búin að meðtaka þetta, eða hafa sínar efasemdir,“ segir Andrés sem var spurður álits í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í gær.Skilaboð um eitraða karlmennsku Rakvélaframleiðandinn Gillette birti auglýsingu á sunnudag þar sem eindregin afstaða er tekin með #MeToo byltingunni og karlmenn beðnir um að líta í eigin barm, láta af áreitni og ofbeldi og hvattir til að stöðva kynbræður sína þegar þeir hafa í frammi slíka hegðun. Auglýsingin er með um 17 milljón áhorf á YouTube og 550 þúsund manns hafa látið í ljós ánægju með hana. Ekki eru þó allir sáttir með efnistök auglýsingarinnar því tæp milljón manns hefur lýst yfir óánægju sinni. Einnig hefur borið á því að hvatt sé til þess að sniðganga vörur Gillette. Viðbrögðin sem Gillette hefur fengið svipar til viðbragða sem herferð Nike með NFL leikmanninn Colin Kaepernick í fararbroddi fékk á síðasta ári.Svipar til viðbragða við Kaepernick auglýsingum Nike Ljóst er að auglýsingin hefur stuðað einhvern hluta viðskiptavina Gillette. Er þetta sniðugt hjá Gillette viðskiptalega, eru þeir að taka séns? „Þeir eru að gera þetta meðvitað og telja sig ekki vera að taka of mikinn séns. Við sáum þegar Nike valdi að fara í stóra herferð með Colin Kaepernick í fararbroddi, þá var það umdeilt. Það skilaði þeim góðum árangri, minni hópur hætti að kaupa strigaskó frá Nike en vegna umræðunnar varð Nike vörumerkið stærra enda er meirihluti fólks sammála skilaboðunum og salan hefur aukist,“ segir Andrés. Andrés segir að erfitt sé að fullyrða að sama verði uppi á teningnum hjá Gillette. Boðskapur auglýsingarinnar eigi þó vel við fyrirtækið sem alltaf hefur talað um hvað það þýði að vera karlmaður. Erfiðara sé þegar fyrirtæki blanda sér inn í mál sem tengjast fyrirtækinu ekki. Sem dæmi nefnir Andrés auglýsingaherferð Pepsi. Þar ætlaði Pepsi að koma sér inn í umræðuna um óréttlæti í heiminum en sú herferð misheppnaðist algjörlega. „Þetta rímar svo vel við slagorð Gillette til margra ára, „það besta sem menn geta fengið“ (e.The best a man can get). Þeir tala um hvað er að vera karlmaður. Nú endurhugsa þeir hvað það er að vera karlmaður og taka þátt í því og mér finnst það passa mjög vel við þeirra vörumerki“, sagði Andrés Jónsson almannatengill í Reykjavík Síðdegis á föstudaginn.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira