Þeir sem sæmdir voru orðunni í dag voru:
1. Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Dalvík, riddarakross fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð
2. Árni Magnússon fyrrverandi skólastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála
3. Björg Thorarensen prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði lögfræði
4. Georg Lárusson forstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
5. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar- og mannúðarmála
6. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, Bretlandi, riddarakross fyrir framlag til fornleifarannsókna
7. Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnarlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu
8. Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi menntavísinda
9. Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
10. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og jafnréttismála
11. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til mannréttindamála og réttindabaráttu
12. Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins, Sandgerði, riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar
13. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
14. Þórhallur Sigurðsson leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar
Í orðunefnd eiga nú sæti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra sem er formaður nefndarinnar, Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi forseti ÍSÍ, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Jón Egill Egilsson, fyrrverandi sendiherra, Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og fyrrverandi alþingismaður og Örnólfur Thorsson orðuritari.