Sport

Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gerwen er heimsmeistari í pílu 2019.
Van Gerwen er heimsmeistari í pílu 2019. vísir/getty
Michael van Gerwen er heimsmeistari í pílu í þriðja sinn eftir sigur á Michael Smith í úrslitaleiknum, 7-3, sem fór fram í Alexander Palace í Lundúnum í kvöld.

Van Gerwen var í miklu stuði í upphafi. Hann hitti og hitti á meðan Smith virtist vera eilítið piraraður. Látbragð Van Gerwen virtist pirra Smith.

Hollendingurinn byrjaði af rosalegum krafti og vann fyrstu fjögur settin. Það var óvanalegt að sjá Smith sem virtist vera pirraður og lét Van Gerwen ganga yfir sig.

Eftir fjórða settið fór Englendingurinn hins vegar í gang. Hann tók tvö sett í röð og minnkaði muninn í 4-2. Salurinn var með Smith og setti smá pressu á Van Gerwen.

Sá hollenski bognaði en brotnaði þó ekki undan pressunni. Hann vann næstu tvo leiki og kom sér í 6-2 áður en Smith kom sér aftur inn eftir spennutrylli er hann minnkaði muninn í 6-3.

Þá tók Hollendingurinn við sér og rúllaði yfir

Þetta er í þriðja sinn sem Michael van Gerwen verður heimsmeistari í pílu, síðast fyrir tveimur árum, en á síðasta ári fór hann í undanúrslitin þar sem hann datt út.

Smith hefur aldrei komist eins langt og í ár en lengst hafði hann náð í átta liða úrslitin 2016. Á síðasta ári datt hann út í þrðju umferðinni en á síðasta ári tapaði Smith fyrir van Gerwen í úrvalsdeildinni í pílu.

Gangur leiksins (Van Gerwen - Smith):

1-0

2-0

3-0

4-0

4-1

4-2

5-2

6-2

6-3

7-3


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×