Framandi heimur 2019 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 21:00 Mannkynið hefur óþrjótandi áhuga á að velta fyrir sér framtíðinni; hvers konar samfélag bíður þess eftir 35 ár? Nordicphotos/Getty „Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira