Telja friðlýsingu yfir landshluta fráleita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Frá flúðasiglingum í Hvítá í Árnessýslu. Fréttablaðið/Vilhelm Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira