Bíó og sjónvarp

Netflix biður aðdáendur um að fara varlega við framkvæmd „Bird Box-áskorunarinnar“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sandra Bullock fer hér með hlutverk Malorie í Bird Box.
Sandra Bullock fer hér með hlutverk Malorie í Bird Box. Mynd/Netflix
Streymisveitan Netflix biðlar til áhorfenda sinna að fara varlega, hyggist þeir taka svokallaðri „Birdbox-áskorun“ sem farið hefur eins og eldur í sinu um Internetið. Áskorunin er byggð á samnefndri kvikmynd úr smiðju Netflix en persónur myndarinnar neyðast allar til að hafa bundið fyrir augun.

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock fer með aðalhlutverk í umræddum spennutrylli sem kom út í desember. Í myndinni segir frá Malorie sem keppist við að koma sér og börnum sínum í skjól undan óhugnanlegum og dularfullum öflum. Til að lifa af ágang áðurnefndra afla þarf fjölskyldan að flýja blindandi.

Netverjar hafa margir sótt innblástur í kvikmyndina og ákveðið að takast einnig á við umheiminn með bundið fyrir augun. Verknaðurinn er svo tekinn upp og öllu deilt á samfélagsmiðlum. Nokkur dæmi um Bird Box-áskorunina má sjá hér að neðan.

Í kjölfar vinsældanna bað Netflix aðdáendur Bird Box um að fara varlega við framkvæmdina, enda geri slysin ekki boð á undan sér.

„Ég trúi ekki að ég þurfi að taka þetta fram, en: GERIÐ ÞAÐ EKKI MEIÐA YKKUR VIÐ ÞESSA BIRD BOX-ÁSKORUN,“ segir m.a. í tísti streymisveitunnar sem birt var í dag.

Bird Box hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út en 45 milljónir Netflix-notenda horfðu á myndina fyrstu vikuna eftir útgáfu. Engin kvikmynd úr smiðju Netflix hefur hlotið meira meira áhorf innan umrædds tímaramma.

Stiklu myndarinnar má horfa á í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×