Netflix biður aðdáendur um að fara varlega við framkvæmd „Bird Box-áskorunarinnar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 23:02 Sandra Bullock fer hér með hlutverk Malorie í Bird Box. Mynd/Netflix Streymisveitan Netflix biðlar til áhorfenda sinna að fara varlega, hyggist þeir taka svokallaðri „Birdbox-áskorun“ sem farið hefur eins og eldur í sinu um Internetið. Áskorunin er byggð á samnefndri kvikmynd úr smiðju Netflix en persónur myndarinnar neyðast allar til að hafa bundið fyrir augun. Bandaríska leikkonan Sandra Bullock fer með aðalhlutverk í umræddum spennutrylli sem kom út í desember. Í myndinni segir frá Malorie sem keppist við að koma sér og börnum sínum í skjól undan óhugnanlegum og dularfullum öflum. Til að lifa af ágang áðurnefndra afla þarf fjölskyldan að flýja blindandi. Netverjar hafa margir sótt innblástur í kvikmyndina og ákveðið að takast einnig á við umheiminn með bundið fyrir augun. Verknaðurinn er svo tekinn upp og öllu deilt á samfélagsmiðlum. Nokkur dæmi um Bird Box-áskorunina má sjá hér að neðan.Y'all gotta chill #BirdBoxChallenge why he do the baby like that pic.twitter.com/hspFdNHzTC— Mya(@sosomyaaa) December 27, 2018 Listening For The Birds #BirdBoxChallenge pic.twitter.com/9NMomqcXZo— DreadHeadMarlee (@DreadHeadMarLee) December 24, 2018 #BirdBoxChallenge: @michaelstrahan attempts to put lipstick on @sarahaines with a blindfold on! #GMADay https://t.co/G4PdrKdY6w pic.twitter.com/h5HIWtJtXw— Good Morning America (@GMA) January 2, 2019 Only in NY #BirdBox #BirdBoxChallenge @NigelDPresents pic.twitter.com/VPemHPdovu— Tommy (@THOMAS_RE89) December 25, 2018 Í kjölfar vinsældanna bað Netflix aðdáendur Bird Box um að fara varlega við framkvæmdina, enda geri slysin ekki boð á undan sér. „Ég trúi ekki að ég þurfi að taka þetta fram, en: GERIÐ ÞAÐ EKKI MEIÐA YKKUR VIÐ ÞESSA BIRD BOX-ÁSKORUN,“ segir m.a. í tísti streymisveitunnar sem birt var í dag.Can't believe I have to say this, but: PLEASE DO NOT HURT YOURSELVES WITH THIS BIRD BOX CHALLENGE. We don't know how this started, and we appreciate the love, but Boy and Girl have just one wish for 2019 and it is that you not end up in the hospital due to memes.— Netflix US (@netflix) January 2, 2019 Bird Box hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út en 45 milljónir Netflix-notenda horfðu á myndina fyrstu vikuna eftir útgáfu. Engin kvikmynd úr smiðju Netflix hefur hlotið meira meira áhorf innan umrædds tímaramma.Stiklu myndarinnar má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Gamanþáttur bandaríska grínarans Hasans Minhaj fór fyrir brjóstið á leiðtogum Sádi-Arabíu. Sádar geta ekki lengur séð þáttinn á Netflix. 2. janúar 2019 08:33 Áhorfendur ráða söguframvindunni í gagnvirkri Black Mirror-kvikmynd Sögð fyrsta gagnvirka Netflix-kvikmyndin. 28. desember 2018 19:45 Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Hann telur að þáttagerðarmennirnir hafi ýjað að því að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. 18. desember 2018 15:38 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Streymisveitan Netflix biðlar til áhorfenda sinna að fara varlega, hyggist þeir taka svokallaðri „Birdbox-áskorun“ sem farið hefur eins og eldur í sinu um Internetið. Áskorunin er byggð á samnefndri kvikmynd úr smiðju Netflix en persónur myndarinnar neyðast allar til að hafa bundið fyrir augun. Bandaríska leikkonan Sandra Bullock fer með aðalhlutverk í umræddum spennutrylli sem kom út í desember. Í myndinni segir frá Malorie sem keppist við að koma sér og börnum sínum í skjól undan óhugnanlegum og dularfullum öflum. Til að lifa af ágang áðurnefndra afla þarf fjölskyldan að flýja blindandi. Netverjar hafa margir sótt innblástur í kvikmyndina og ákveðið að takast einnig á við umheiminn með bundið fyrir augun. Verknaðurinn er svo tekinn upp og öllu deilt á samfélagsmiðlum. Nokkur dæmi um Bird Box-áskorunina má sjá hér að neðan.Y'all gotta chill #BirdBoxChallenge why he do the baby like that pic.twitter.com/hspFdNHzTC— Mya(@sosomyaaa) December 27, 2018 Listening For The Birds #BirdBoxChallenge pic.twitter.com/9NMomqcXZo— DreadHeadMarlee (@DreadHeadMarLee) December 24, 2018 #BirdBoxChallenge: @michaelstrahan attempts to put lipstick on @sarahaines with a blindfold on! #GMADay https://t.co/G4PdrKdY6w pic.twitter.com/h5HIWtJtXw— Good Morning America (@GMA) January 2, 2019 Only in NY #BirdBox #BirdBoxChallenge @NigelDPresents pic.twitter.com/VPemHPdovu— Tommy (@THOMAS_RE89) December 25, 2018 Í kjölfar vinsældanna bað Netflix aðdáendur Bird Box um að fara varlega við framkvæmdina, enda geri slysin ekki boð á undan sér. „Ég trúi ekki að ég þurfi að taka þetta fram, en: GERIÐ ÞAÐ EKKI MEIÐA YKKUR VIÐ ÞESSA BIRD BOX-ÁSKORUN,“ segir m.a. í tísti streymisveitunnar sem birt var í dag.Can't believe I have to say this, but: PLEASE DO NOT HURT YOURSELVES WITH THIS BIRD BOX CHALLENGE. We don't know how this started, and we appreciate the love, but Boy and Girl have just one wish for 2019 and it is that you not end up in the hospital due to memes.— Netflix US (@netflix) January 2, 2019 Bird Box hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út en 45 milljónir Netflix-notenda horfðu á myndina fyrstu vikuna eftir útgáfu. Engin kvikmynd úr smiðju Netflix hefur hlotið meira meira áhorf innan umrædds tímaramma.Stiklu myndarinnar má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Gamanþáttur bandaríska grínarans Hasans Minhaj fór fyrir brjóstið á leiðtogum Sádi-Arabíu. Sádar geta ekki lengur séð þáttinn á Netflix. 2. janúar 2019 08:33 Áhorfendur ráða söguframvindunni í gagnvirkri Black Mirror-kvikmynd Sögð fyrsta gagnvirka Netflix-kvikmyndin. 28. desember 2018 19:45 Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Hann telur að þáttagerðarmennirnir hafi ýjað að því að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. 18. desember 2018 15:38 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Gamanþáttur bandaríska grínarans Hasans Minhaj fór fyrir brjóstið á leiðtogum Sádi-Arabíu. Sádar geta ekki lengur séð þáttinn á Netflix. 2. janúar 2019 08:33
Áhorfendur ráða söguframvindunni í gagnvirkri Black Mirror-kvikmynd Sögð fyrsta gagnvirka Netflix-kvikmyndin. 28. desember 2018 19:45
Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Hann telur að þáttagerðarmennirnir hafi ýjað að því að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. 18. desember 2018 15:38