Körfubolti

Blikar fá nýja erlenda leikmenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það eru breytingar á leikmannahópi Blika
Það eru breytingar á leikmannahópi Blika vísir/daníel
Breiðablik hefur fengið til sín tvo nýja erlenda leikmenn fyrir seinni hlutann í Domino's deild karla. Christian Covile hefur verið látinn fara frá félaginu.

Breiðablik, sem er nýliði í Domino's deildinni á tímabilinu, tilkynnti í dag um komu þeirra Jameel McKay og Kofi Josephs.

McKay er fæddur árið 1992 og er framherji. Hann lék með Iowa State í bandaríska háskolaboltanum en var síðast hjá Windy City Bulls í G-deild NBA deildarinnar.

Josephs er bakvörður fæddur 1991. Hann hefur leikið í Þýskalandi og Spáni og var síðast hjá Boncourt Red Team í Sviss.

Þá hefur kvennalið Breiðabliks gengið frá samningum við Florencia Palacois sem kemur til liðsins frá Stjörnunni. Palacois skilaði 12 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik með Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×