40 ár frá útgáfu eins stærsta stemmingslagsins 4. janúar 2019 08:00 Einhvern veginn svona er stemmingin í laginu Don't Stop Me Now en flestir lesendur hafa líklegast heyrt það lag. nordicphotos/getty Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30