Haldið upp á þrettándann í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 6. janúar 2019 15:00 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30. Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30.
Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira