Konur þurft að búa mánuðum saman í athvarfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:30 Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira