Gunnar Nelson hefur oftar en einu sinni reynt að fá bardaga gegn Jorge Masvidal en án árangurs. Það er líklega ekkert að fara að breytast.
Masvidal hefur ekki barist síðan hann tapaði gegn Stephen Thompson í nóvember árið 2017. Hann vill fá bardaga fljótlega en alls ekki gegn Gunnari.
„Gunnar myndi bara hnoðast á mér og kela við lærin mín. Það er ekkert gaman að því. Ég myndi samt rota hann. Ég vil fá mann sem er til í að standa og berjast,“ sagði Masvidal sem er í níunda sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í tólfta sæti.
Gunnar er að reyna að fá bardaga í London í mars og er helst nefnt að hann berjist við Englendinginn Leon Edwards þar.
Masvidal vill ekki að Gunnar keli við lærin sín
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
Íslenski boltinn


Ekkert mark í grannaslagnum
Enski boltinn

Fleiri fréttir
