Atletico Madrid og Girona skildu jöfn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Antoine Griezmann kom gestunum frá höfuðborginni yfir strax á níundu mínútu leiksins en Anthony Lozano jafnaði áður en fyrri hálfleikurinn var úti.
Ekkert mark kom í seinni hálfleik þrátt fyrir að bæði lið ættu þó nokkrar tilraunir í átt að marki og því standa þau jöfn fyrir seinni leikinn.
Girona er í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en Atletico er í öðru sæti.
Atletico og Girona skildu jöfn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
