Real Madrid er komið með níu tær í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir öruggan sigur á Leganes í 8-liða úrslitunum í kvöld.
Sergio Ramos skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn í Real fóru með forystu inn í leikhléið.
Í seinni hálfleik bættu Lucas og Junior Vinicius við sitt hvoru markinu fyrir Real sem fór með þægilegan 3-0 sigur af hólmi.
Stuðningsmenn Real geta því farið að huga að undanúrslitaleiknum en miðað við stormasamt gengi Evrópumeistaranna í vetur er þó aldrei að vita nema Leganes nái að slá þá úr keppni í seinni leiknum.
Real í þægilegri stöðu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
