Sólveig Anna valin maður ársins af fréttastofunni 31. desember 2018 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“ Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“
Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira