Eyðum 16 milljörðum meira í jólavertíðinni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Tölur sýna að í jólaösinni í nóvember og desember er mikið álag á greiðslukortum landsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira