Jólamarkaður CCTV og Child um helgina Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 09:30 Jón Ingi, Sigurður Ýmir, Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjónsson, ásamt Pétri Kiernan sem er staddur í Víetnam og því ekki á myndinni, opna jólamarkað með vörum sínum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira